Enski boltinn

Aðeins Arsenal í viðræðum vegna Arshavin

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Zenit frá Pétursborg staðfestu í samtali við Sky nú síðdegis að aðeins eitt félag væri í markvissum viðræðum við félagið um kaup á rússneska miðjumanninum Andrei Arshavin.

Leikstjórnandinn knái hefur þrálátlega verið orðaður við félög á Englandi síðustu misseri, ekki síst Tottenham og Arsenal.

Umboðsmaður Arshavin sakaði forráðamenn Zenit um að reyna að blása upp verðið á leikmanninum og að það gerði áhugasömum félögum erfitt fyrir í viðleitni sinni til að kaupa hann.

Framkvæmdastjóri Zenit sagði Sky að hann vonaðist eftir að samningar næðust á næstu tveimur vikum og að til greina komi að kaupandinn fengi að ganga frá greiðslum í skömmtum á lengri tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×