Enski boltinn

Ferguson ánægður að tapa bara 1-0

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson játaði að sínir menn í Manchester United hafi ekki átt neitt skilið úr leiknum gegn Derby í enska deildabikarnum í kvöld.

Derby vann leikinn 1-0 en liðin mætast að nýju á Old Trafford eftir tvær vikur. Þá geta Englandsmeistararnir hefnt ófaranna.

„Það jákvæða við leikinn var að við töpuðum bara 1-0," sagði Ferguson við enska fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta voru frábær úrslit miðað við frammistöðuna."

Ferguson stillti upp nokkrum ungliðum í byrjunarliðinu í kvöld og hann sagðist ekki ætla að breyta því í seinni leiknum.

„Ég held að við þraukum þetta áfram. Ungu leikmennirnir eiga þetta skilið - þeir voru okkar bestu leikmenn í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×