Enski boltinn

Etherington til Stoke

Etherington knúsar hér félaga sinn Di Michele hjá West Ham
Etherington knúsar hér félaga sinn Di Michele hjá West Ham AFP

Stoke City hefur fest kaup á kantmanninum Matthew Etherington frá West Ham og er á höttunum eftir tveimur leikmönnum í viðbót á næstu dögum.

Etherington verður kynntur til sögunnar hjá Stoke í dag en auk hans eru Stoke menn að reyna að fá framherjann Marlon Harewood frá Aston Villa fyrir um 2 milljónir punda og miðjumanninn Joe Ledley frá Cardiff.

Stoke gerði 6 milljón punda tilboð í Ledley í sumar en því var ekki tekið.

Þá er sagt að Henri Camara hjá Wigan sé hugsanlega inni í myndinni hjá Stoke ef félaginu tekst ekki að landa Harewood frá Villa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×