Forráðamenn Middlesbrough þvertaka fyrir að hafa hafnað þriðja tilboðinu frá Tottenham í Stuart Downing eins og fregnir á Englandi herma.
Boro hefur hafnað beiðni frá leikmanninum um að vera settur á sölulista og segir félagið hann ekki til sölu.
Samkvæmt þeim fréttum sem Middlesbrough ber til baka í þetta sinn, ku nýjasta tilboð Tottenham hljóða upp á alls 14,5 milljónir punda. Þar af áttu tvær milljónir punda að vera háðar klásúlu.
Middlesboro hafði áður hafnað tilboðum frá Tottenham upp á 6 og 11 milljónir.
