Innlent

Sjómanni komið undir læknishendur

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um klukkkan sjö í morgun á Reykjavíkurflugvelli með sjómann sem fékk botnlangabólgu um borð í hollensku flutningaskipi sem var á leið yfir Atlantshafið. Skipið sendi í gær út beiðni um aðstoð og varð að ráði að snúa skipinu í átt til Vestmannaeyja.

Þegar skipið átti síðan um 30 sjómílur eftir kom þyrlan á móti því og hífði manninn um borð. Aðgerðin gekk vel að sögn vaktstjóra hjá Gæslunni. Var ákveðið að björgunin yrði framkvæmd með þessum hætti þar sem skipverjinn var ekki metinn í lífshættu.

Í tilkynningu frá Gæslunni sem barst í gær er vakin athygli á því að samkvæmt verklagsreglum er ekki flogið lengra en 20-30 sjómílur á haf út þegar aðeins ein þyrluáhöfn er á vakt en sem stendur er ekki bakvakt til staðar. Öðru máli hefði gegnt hefðu tvær vaktir verið tiltækar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×