Mario Melchiot, fyrirliði Wigan, segir að leikmenn liðsins ætli að endurgreiða stuðningsmönnum sínum fyrir miðann sem þeir keyptu á 9-1 tapleikinn á móti Tottenham í gær. Þetta var stærsta tap félagsins í 31 ár en átta af mörkum Spurs komu í seinni hálfleik.
Í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins kemur fram að leikmenn Wigan ætli persónulega að punga út fyrir endurgreiðslunni en þar er átt við þá leikmenn sem keyptu miða á leikinn í gegnum miðasölu Wigan.
Mario Melchiot sagði að það mætti alls ekki taka stuðningsmönnunum sem sjálfsögðum hlut en leikmenn liðsins fá hinsvegar tækifæri til að bæta fyrir þennan leik inn á vellinum. „Okkur finnst við þurfum að bæta okkar tryggu stuðningsmönnum fyrir stuðninginn. Við brugðumst þeim í þessum leik," sagði Melchiot og bætti við:
„Það er svo sem lítið hægt að segja annað en það að við erum atvinnumenn sem urðu sér til skammar með þessari frammistöðu. Þetta var ekki okkur sæmandi og okkur finnst við skulda stuðningsmönnum okkar. Nú þurfum við að segja skilið við þennan leik, einbeita okkur að æfingunum í vikunni og koma sterkir til baka á laugardaginn," sagði Mario Melchiot fyrir hönd leikmanna í umræddri yfirlýsingu.
Wigan-leikmennirnir endurgreiða stuðningsmönnum sínum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Gott silfur gulli betra en hvað nú?
Enski boltinn



„Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“
Enski boltinn


„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“
Íslenski boltinn

Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu
Fótbolti

Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina
Enski boltinn

Hato mættur á Brúnna
Enski boltinn
