Innlent

Evrópumálin skýrast á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Varaformennirnir Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir hafa leitt umræður um Evrópumálin.
Varaformennirnir Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir hafa leitt umræður um Evrópumálin.

Það ætti að skýrast á morgun hvort Samfylkingin og VG ná sameiginlegri niðurstöðu í Evrópumálum. Mikið er í húfi því að einstakir þingmenn Samfylkingarinnar hafa fullyrt að samkomulag um Evrópumálin sé forsenda fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi.

Nefndir á vegum flokkanna sem fjalla um breytingar á stjórnarráðinu annars vegar og Evrópumál hins vegar hafa fundað í allan dag og eru enn að funda. Til stendur að aðalviðræðunefndin, sem er skipuð formönnum og varaformönnum flokkanna, auk aðstoðarmanna forsætisráðherra og fjármálaráðherra, hittist seinnipartinn í dag.

Í nefndinni sem fjallar um stjórnarráðið eiga sæti Árni Þór Sigurðsson og Drífa Snædal fyrir hönd VG en Margrét Björnsdóttir og Hrannar B. Arnarsson fyrir hönd Samfylkingarinnar. Varaformennirnir Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir hafa leitt umræður um Evrópumálin. Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið ekki komið á það stig að verið sé að ræða eina tiltekna lausn í Evrópumálum, heldur sé enn verið að skoða alla mögulega fleti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×