Enski boltinn

Portsmouth komst áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Peter Crouch skoraði í kvöld.
Peter Crouch skoraði í kvöld.

Alls voru níu leikir í þriðju umferð ensku FA bikarkeppninnar í kvöld. Þar af fimm leikir sem þurfti að endurtaka þar sem fyrri viðureignirnar enduðu með jafntefli.

Peter Crouch og Niko Kranjcar skoruðu fyrir Portsmouth sem vann Bristol City 2-0 á útivelli. Bristol fékk tækifæri til að minnka muninn úr vítaspyrnu undir lokin en David James varði.

Hermann Hreiðarsson kom inn sem varamaður á 86. mínútu leiksins. Portsmouth mætir Swansea í fjórðu umferð keppninnar.

Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Crewe féllu úr leik eftir 2-3 tap gegn Millwall á heimavelli. Sigurmark Millwall kom á 86. mínútu.

Hér að neðan má sjá önnur úrslit en feitletruð lið fara áfram:

Birmingham - Wolves 0-2

Cheltenham - Doncaster 0-0 (þurfa að mætast aftur)

Histon - Swansea 1-2

Leyton Orient - Sheff Utd 1-4

Lið sem voru að mætast aftur:

Bristol City - Portsmouth 0-2

Burnley - QPR 1-1 (framlenging að hefjast)

Crewe - Millwall 2-3

Norwich - Charlton 0-1

Peterborough - West Brom 0-2 (lítið eftir)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×