Ísraelskar orrustuþotur gerðu árás á öryggismiðstöð í þorpi á Gaza-svæðinu í gærkvöldi auk þess að varpa sprengjum á munna smyglganga við egypsku landamærin. Enginn særðist í árásinni en Ísraelar hringdu á undan sér og vöruðu við árásinni. Um var að ræða hefndaraðgerð eftir að liðsmenn Hamas-samtakanna skutu flugskeytum yfir til Ísrael og særðu nokkra hermenn fyrr í gær.
Ísraelar vörpuðu sprengjum á Gaza í gær
Atli Steinn Guðmundsson skrifar
