Erlent

Bretar hugsanlega í samhæft verkfall

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Öskureiðir starfsmenn olíuhreinsistöðvar í Immingham í Lincoln-skíri hóta öllu illu.
Öskureiðir starfsmenn olíuhreinsistöðvar í Immingham í Lincoln-skíri hóta öllu illu. MYND/Ross Parry Agency

Samhæft verkfall starfsfólks í breska orkugeiranum gæti skollið á í þessari viku, fari sem horfir. Þetta segir breska blaðið Telegraph í grein um vaxandi óánægju Breta sem margir hverjir telja stjórnvöld útiloka innlenda starfskrafta og nýta sér þess í stað gloppur í Evrópulöggjöf til að ráða erlent starfsfólk gegn mun lægri launum.

Heimildamenn Telegraph segja það hafa komið til umræðu innan nokkurra stéttarfélaga að lama algerlega starfsemi bensínstöðva í mótmælaskyni. Mikil reiði braust út í síðustu viku þegar samið var við ítalska og portúgalska verktaka um framkvæmdir við olíuhreinsunarstöð í Lincoln-skíri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×