Erlent

Elsti lundi í Evrópu er 34 ára gamall

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lundar við Vestmannaeyjar. Mynd/ Óskar P. Friðriksson.
Lundar við Vestmannaeyjar. Mynd/ Óskar P. Friðriksson.
Elsti lundi í Evrópu er 34 ára gamall. Það var áhugahópur um fugla- og fuglamerkingar sem fann lundann nýlega við Shiant eyju við vesturhluta Skotlands þegar hópurinn var í fuglaskoðunarferð. Lundinn fannst hins vegar fyrst 28. júní 1975 og var merktur þá.

Þangað til þessi lundi fannst var talið að elsti lundi í heimi væri 33 ára gamall en hann fannst á Íslandi, eftir því sem fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×