Íslenski boltinn

Þorsteinn: Við vorum flottir í síðari hálfleik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Þróttar, var tiltölulega sáttur með spilamennsku Þróttara í 2-2 jafnteflinu gegn Keflavík í Pepsi-deildinni á Valbjarnarvelli í kvöld.

„Þetta var mjög kaflaskiptur leikur. Fyrst við komumst yfir þá er ég svekktur með að við kláruðum þetta ekki. Ég var samt mjög ánægður með spilamennsku liðsins síðasta klukkutímann eða svo. Við vorum flottir í síðari hálfleik.

Fram að því vorum við í smá eltingarleik við Keflvíkingana," sagði Þorsteinn.

Þorsteinn er ekkert farinn að spá í hvað gerist eftir sumarið en Þróttarar leika sem kunnugt er í 1. deild næsta sumar.

„Það verður bara rætt þegar tímabilið er búið. Við eigum eftir að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við þurfum nú bara að klára síðasta leikinn með sigri," sagði Þorsteinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×