Erlent

Fá bætur ef það rignir í fríinu

Farþegar sem ferðast með þýska flugfélaginu Lufthansa geta nú krafið félagið um bætur ef það rignir á þá í fríinu.

Lufthansa hefur heitið því að fyrir hvern dag sem rigning er meiri en fimm millimetrar geti farþegar fengið 20 evrur í bætur. Þetta er hægt að gera fyrir allt að tíu rigningardaga. Ein evra er um 180 íslenskar krónur svo bæturnar eru 3.600 krónur á dag.

Tilboð flugfélagsins gildir á 36 áfangastöðum þess. Í sumar ákváðu tvö frönsk flugfélög að bjóða upp á rigningarbætur. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×