Enski boltinn

Gillingham stóð í Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Simeon Jackson skoraði laglegt mark en það dugði ekki til.
Simeon Jackson skoraði laglegt mark en það dugði ekki til. Nordic Photos / Getty Images

D-deildarlið Gillingham var óheppið að tapa 2-1 fyrir úrvalsdeildarliði Aston Villa í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag.

Ekki var að sjá á leiknum að þarna mættust liðið sem væri í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar annars vegar og í tíunda sæti fjórðu efstu deildar á Englandi hins vegar.

James Milner kom Aston Villa yfir strax á þrettándu mínútu með góðu skoti sem var óverjandi fyrir markvörð Gillingham.

En heimamenn létu ekki segjast og voru síst lakari aðilinn í leiknum. Þeir fengu nokkur góð færi í fyrri hálfleik sem þeir náðu ekki að nýta.

En jöfnunarmarkið kom á 57. mínútu. Sóknarmaðurinn Simeon Jackson fékk boltann og lék illa á varnarmenn Aston Villa áður en hann skoraði með afar laglegu skoti.

En varnarmenn Gillingham gerðu sig seka um klaufaleg mistök undir lok leiksins og var vítaspyrna dæmd. Milner skoraði af öryggi úr spyrnunni og þar við sat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×