Enski boltinn

Liverpool tókst ekki að vinna Stoke

Steven Gerrard var nálægt því að tryggja Liverpool sigurinn í lokin
Steven Gerrard var nálægt því að tryggja Liverpool sigurinn í lokin NordicPhotos/GettyImages

Liverpool mátti í annað sinn á leiktíðinni sætta sig við jafntefli við Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. Stoke átti stigið skilið í dag eftir frábæra baráttu en ekki er hægt að segja að toppliðið hafi verið sérlega sannfærandi.

Rory Delap fékk besta færi Stoke snemma leiks þegar hann átti þrumuskot í þverslá Liverpool-marksins og í raun mátti Liverpool þakka fyrir að heimamenn hirtu ekki öll stigin.

Steven Gerrard var ekki langt frá því að stela sigrinum í tvígang í lokin, en aukaspyrna hans og svo skot á lokasekúndunum hrukku af rammanum.

Liverpool mistókst því að setja aukna pressu á Manchester United og Chelsea sem mætast á Old Trafford á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×