Enski boltinn

Dalla Bona í viðræðum við West Ham

Dalla Bona og Zola í leik með Chelsea árið 2000
Dalla Bona og Zola í leik með Chelsea árið 2000 AFP

Miðjumaðurinn Sam Dalla Bona hefur sett sig í samband við fyrrum félaga sinn Gianfranco Zola um að fá að æfa með West Ham á næstunni.

Dalla Bona og Zola voru liðsfélagar hjá Chelsea á árum áður en Dalla Bona hefur verið með lausa samninga síðan hann fór frá Napoli fyrir skömmu.

Ítalinn, sem lék með Chelsea á árunum 1999-2002, segist vera með tilboð á borðinu frá ítalska B-deildarliðinu Triestina, en langar mikið að fá að reyna sig hjá enska liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×