Táningurinn tryggði Everton sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2009 22:47 Dan Gosling var hetja Everton í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Hinn nítján ára Dan Gosling var hetja Everton er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Liverpool í síðara leik liðanna í ensku bikarkeppninni. Gosling skoraði markið undir lok framlengingarinnar en þetta var eina mark leiksins. Everton hafði fengið hættulegri færi í leiknum, til að mynda skot í stöng, en svo virtist sem að vítaspyrnukeppni þyrfti til. Þetta var þriðji leikur liðanna á skömmum tíma en hinum tveimur lauk báðum með 1-1 jafntefli. Þá komst Blackburn áfram eftir 2-1 sigur á Sunderland í framlengdum leik. Benni McCarthy skoraði sigurmark Blackburn undir lok framlengingarinnar. Það var lítið um færi í fyrri hálfleik en leikurinn þeim mun grófari. Þrír leikmenn Everton fengu að líta gula spjaldið áður en flautað var til leikhlés. Reyndar varð Liverpool fyrir áfalli strax á sextándu mínútu er Steven Gerrard þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Yossi Benayoun kom inn á fyrir hann. Besta færi síðari hálfleiks fékk Leon Osman er hann átti skot í stöng Liverpool-marksins eftir undirbúning Tim Cahill á 71. mínútu. Fimm mínútum síðar fékk svo Brasilíumaðurinn Lucas Leiva að líta sitt annað gula spjald í leiknum, fyrir að brjóta á Joleon Lescott, og þar með rautt. Liverpool lék því manni færri það sem eftir lifði leiks. Everton átti nokkur ágæt færi í fyrri hluta framlengingarinnar en Tim Cahill átti til að mynda skalla fram hjá marki Liverpool. Þá tók Mikel Arteta aukaspyrnu sem fór af veggnum og hárfínt framhjá marki gestanna. En það var svo í blálok framlengingarinnar að eitthvað lét undan. Varamaðurinn, hinn nítján ára Dan Gosling, tryggði Everton sigurinn með góðu skoti eftir sendingu annars varamanns, Andy van der Meyde. Gosling var með nokkra leikmenn Liverpool í kringum sig en náði engu að síður að lyfta boltanum yfirvegað yfir Pepe Reina í markinu, í stöngina og inn. Það þurfti einnig að framlengja leik Blackburn og Sunderland en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. David Healy kom Sunderland yfir strax á sjöundu mínútu leiksins en Aaron Mokoena jafnaði metin fyrir Blackburn á 37. mínútu. Engin mörk komu í síðari hálfleik þrátt fyrir nokkur góð færi en það var fátt um fína drætti í framlengingunni þar til að Benni McCarthy skoraði fyrir Blackburn þegar um fjórar mínútur voru eftir. Það gerði hann með skalla eftir laglega aukaspyrnu Carlos Vellanueva. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá ensku bikarkeppninnar í kvöld. Derby vann 3-2 sigur á Nottingham Forest á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir og mætir því Manchester United í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá vann Aston Villa 3-1 sigur á Doncaster á heimavelli. Steve Sidwell, John Carew og Nathan Delfouneso skoruðu mörk Villa sem mætir Everton í næstu umferð. Einum leik er ólokið í fjórðu umferð bikarkeppninnar en Arsenal og Cardiff mætast þann 16. febrúar næstkomandi.16-liða úrslitin: Sheffield United - Hull Watford - Chelsea West Ham - Middlesbrough Blackburn - Coventry Derby - Manchester United Swansea - Fulham Everton - Aston Villa Cardiff eða Arsenal - Burnley Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Hinn nítján ára Dan Gosling var hetja Everton er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Liverpool í síðara leik liðanna í ensku bikarkeppninni. Gosling skoraði markið undir lok framlengingarinnar en þetta var eina mark leiksins. Everton hafði fengið hættulegri færi í leiknum, til að mynda skot í stöng, en svo virtist sem að vítaspyrnukeppni þyrfti til. Þetta var þriðji leikur liðanna á skömmum tíma en hinum tveimur lauk báðum með 1-1 jafntefli. Þá komst Blackburn áfram eftir 2-1 sigur á Sunderland í framlengdum leik. Benni McCarthy skoraði sigurmark Blackburn undir lok framlengingarinnar. Það var lítið um færi í fyrri hálfleik en leikurinn þeim mun grófari. Þrír leikmenn Everton fengu að líta gula spjaldið áður en flautað var til leikhlés. Reyndar varð Liverpool fyrir áfalli strax á sextándu mínútu er Steven Gerrard þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Yossi Benayoun kom inn á fyrir hann. Besta færi síðari hálfleiks fékk Leon Osman er hann átti skot í stöng Liverpool-marksins eftir undirbúning Tim Cahill á 71. mínútu. Fimm mínútum síðar fékk svo Brasilíumaðurinn Lucas Leiva að líta sitt annað gula spjald í leiknum, fyrir að brjóta á Joleon Lescott, og þar með rautt. Liverpool lék því manni færri það sem eftir lifði leiks. Everton átti nokkur ágæt færi í fyrri hluta framlengingarinnar en Tim Cahill átti til að mynda skalla fram hjá marki Liverpool. Þá tók Mikel Arteta aukaspyrnu sem fór af veggnum og hárfínt framhjá marki gestanna. En það var svo í blálok framlengingarinnar að eitthvað lét undan. Varamaðurinn, hinn nítján ára Dan Gosling, tryggði Everton sigurinn með góðu skoti eftir sendingu annars varamanns, Andy van der Meyde. Gosling var með nokkra leikmenn Liverpool í kringum sig en náði engu að síður að lyfta boltanum yfirvegað yfir Pepe Reina í markinu, í stöngina og inn. Það þurfti einnig að framlengja leik Blackburn og Sunderland en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. David Healy kom Sunderland yfir strax á sjöundu mínútu leiksins en Aaron Mokoena jafnaði metin fyrir Blackburn á 37. mínútu. Engin mörk komu í síðari hálfleik þrátt fyrir nokkur góð færi en það var fátt um fína drætti í framlengingunni þar til að Benni McCarthy skoraði fyrir Blackburn þegar um fjórar mínútur voru eftir. Það gerði hann með skalla eftir laglega aukaspyrnu Carlos Vellanueva. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá ensku bikarkeppninnar í kvöld. Derby vann 3-2 sigur á Nottingham Forest á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir og mætir því Manchester United í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá vann Aston Villa 3-1 sigur á Doncaster á heimavelli. Steve Sidwell, John Carew og Nathan Delfouneso skoruðu mörk Villa sem mætir Everton í næstu umferð. Einum leik er ólokið í fjórðu umferð bikarkeppninnar en Arsenal og Cardiff mætast þann 16. febrúar næstkomandi.16-liða úrslitin: Sheffield United - Hull Watford - Chelsea West Ham - Middlesbrough Blackburn - Coventry Derby - Manchester United Swansea - Fulham Everton - Aston Villa Cardiff eða Arsenal - Burnley
Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira