Táningurinn tryggði Everton sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2009 22:47 Dan Gosling var hetja Everton í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Hinn nítján ára Dan Gosling var hetja Everton er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Liverpool í síðara leik liðanna í ensku bikarkeppninni. Gosling skoraði markið undir lok framlengingarinnar en þetta var eina mark leiksins. Everton hafði fengið hættulegri færi í leiknum, til að mynda skot í stöng, en svo virtist sem að vítaspyrnukeppni þyrfti til. Þetta var þriðji leikur liðanna á skömmum tíma en hinum tveimur lauk báðum með 1-1 jafntefli. Þá komst Blackburn áfram eftir 2-1 sigur á Sunderland í framlengdum leik. Benni McCarthy skoraði sigurmark Blackburn undir lok framlengingarinnar. Það var lítið um færi í fyrri hálfleik en leikurinn þeim mun grófari. Þrír leikmenn Everton fengu að líta gula spjaldið áður en flautað var til leikhlés. Reyndar varð Liverpool fyrir áfalli strax á sextándu mínútu er Steven Gerrard þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Yossi Benayoun kom inn á fyrir hann. Besta færi síðari hálfleiks fékk Leon Osman er hann átti skot í stöng Liverpool-marksins eftir undirbúning Tim Cahill á 71. mínútu. Fimm mínútum síðar fékk svo Brasilíumaðurinn Lucas Leiva að líta sitt annað gula spjald í leiknum, fyrir að brjóta á Joleon Lescott, og þar með rautt. Liverpool lék því manni færri það sem eftir lifði leiks. Everton átti nokkur ágæt færi í fyrri hluta framlengingarinnar en Tim Cahill átti til að mynda skalla fram hjá marki Liverpool. Þá tók Mikel Arteta aukaspyrnu sem fór af veggnum og hárfínt framhjá marki gestanna. En það var svo í blálok framlengingarinnar að eitthvað lét undan. Varamaðurinn, hinn nítján ára Dan Gosling, tryggði Everton sigurinn með góðu skoti eftir sendingu annars varamanns, Andy van der Meyde. Gosling var með nokkra leikmenn Liverpool í kringum sig en náði engu að síður að lyfta boltanum yfirvegað yfir Pepe Reina í markinu, í stöngina og inn. Það þurfti einnig að framlengja leik Blackburn og Sunderland en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. David Healy kom Sunderland yfir strax á sjöundu mínútu leiksins en Aaron Mokoena jafnaði metin fyrir Blackburn á 37. mínútu. Engin mörk komu í síðari hálfleik þrátt fyrir nokkur góð færi en það var fátt um fína drætti í framlengingunni þar til að Benni McCarthy skoraði fyrir Blackburn þegar um fjórar mínútur voru eftir. Það gerði hann með skalla eftir laglega aukaspyrnu Carlos Vellanueva. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá ensku bikarkeppninnar í kvöld. Derby vann 3-2 sigur á Nottingham Forest á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir og mætir því Manchester United í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá vann Aston Villa 3-1 sigur á Doncaster á heimavelli. Steve Sidwell, John Carew og Nathan Delfouneso skoruðu mörk Villa sem mætir Everton í næstu umferð. Einum leik er ólokið í fjórðu umferð bikarkeppninnar en Arsenal og Cardiff mætast þann 16. febrúar næstkomandi.16-liða úrslitin: Sheffield United - Hull Watford - Chelsea West Ham - Middlesbrough Blackburn - Coventry Derby - Manchester United Swansea - Fulham Everton - Aston Villa Cardiff eða Arsenal - Burnley Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Hinn nítján ára Dan Gosling var hetja Everton er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Liverpool í síðara leik liðanna í ensku bikarkeppninni. Gosling skoraði markið undir lok framlengingarinnar en þetta var eina mark leiksins. Everton hafði fengið hættulegri færi í leiknum, til að mynda skot í stöng, en svo virtist sem að vítaspyrnukeppni þyrfti til. Þetta var þriðji leikur liðanna á skömmum tíma en hinum tveimur lauk báðum með 1-1 jafntefli. Þá komst Blackburn áfram eftir 2-1 sigur á Sunderland í framlengdum leik. Benni McCarthy skoraði sigurmark Blackburn undir lok framlengingarinnar. Það var lítið um færi í fyrri hálfleik en leikurinn þeim mun grófari. Þrír leikmenn Everton fengu að líta gula spjaldið áður en flautað var til leikhlés. Reyndar varð Liverpool fyrir áfalli strax á sextándu mínútu er Steven Gerrard þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Yossi Benayoun kom inn á fyrir hann. Besta færi síðari hálfleiks fékk Leon Osman er hann átti skot í stöng Liverpool-marksins eftir undirbúning Tim Cahill á 71. mínútu. Fimm mínútum síðar fékk svo Brasilíumaðurinn Lucas Leiva að líta sitt annað gula spjald í leiknum, fyrir að brjóta á Joleon Lescott, og þar með rautt. Liverpool lék því manni færri það sem eftir lifði leiks. Everton átti nokkur ágæt færi í fyrri hluta framlengingarinnar en Tim Cahill átti til að mynda skalla fram hjá marki Liverpool. Þá tók Mikel Arteta aukaspyrnu sem fór af veggnum og hárfínt framhjá marki gestanna. En það var svo í blálok framlengingarinnar að eitthvað lét undan. Varamaðurinn, hinn nítján ára Dan Gosling, tryggði Everton sigurinn með góðu skoti eftir sendingu annars varamanns, Andy van der Meyde. Gosling var með nokkra leikmenn Liverpool í kringum sig en náði engu að síður að lyfta boltanum yfirvegað yfir Pepe Reina í markinu, í stöngina og inn. Það þurfti einnig að framlengja leik Blackburn og Sunderland en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. David Healy kom Sunderland yfir strax á sjöundu mínútu leiksins en Aaron Mokoena jafnaði metin fyrir Blackburn á 37. mínútu. Engin mörk komu í síðari hálfleik þrátt fyrir nokkur góð færi en það var fátt um fína drætti í framlengingunni þar til að Benni McCarthy skoraði fyrir Blackburn þegar um fjórar mínútur voru eftir. Það gerði hann með skalla eftir laglega aukaspyrnu Carlos Vellanueva. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá ensku bikarkeppninnar í kvöld. Derby vann 3-2 sigur á Nottingham Forest á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir og mætir því Manchester United í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá vann Aston Villa 3-1 sigur á Doncaster á heimavelli. Steve Sidwell, John Carew og Nathan Delfouneso skoruðu mörk Villa sem mætir Everton í næstu umferð. Einum leik er ólokið í fjórðu umferð bikarkeppninnar en Arsenal og Cardiff mætast þann 16. febrúar næstkomandi.16-liða úrslitin: Sheffield United - Hull Watford - Chelsea West Ham - Middlesbrough Blackburn - Coventry Derby - Manchester United Swansea - Fulham Everton - Aston Villa Cardiff eða Arsenal - Burnley
Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira