Innlent

Guðríður: Of mörgum spurningum ósvarað

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar
Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að enn sé of mörgum spurningum ósvarað varðandi brotthvarf Gunnars Birgissonar úr stól bæjarstjóra. Krafa minnihlutans hafi verið sú að Gunnar léti af ábyrgðarstörfum fyrir Kópavog.

„Hvernig á að standa að þessu? Fer hann í veikindafrí? Það eru allskonar sögur á kreiki um hvernig þessum starfslokum verður háttað. Ætlar hann að hætta sem bæjarstjóri en verða formaður bæjarráðs? Við erum að fara fram á að hann hætti að gegna ábyrgðarstörfum fyrir bæinn," segir Guðríður.

Hún er afar ósátt með að meirihlutinn ætli að teygja lopann í viku í viðbót. Þetta bitni á hagsmunum Kópavogsbæjar því til að mynda eigi enn eftir að vinna að endurskoðun fjárhagsáætlunar en vegna þeirrar ólgu sem ríkir í samstarfinu sé allt lamað.

Klukkan fjögur í dag verður bæjarráðsfundur en fyrir þeim fundi liggur tillaga um að fækka bæjarráðsfundum um helming í sumar. Þ.e. úr vikulegum fundum niður í fundi á hálfsmánaðar fresti. Guðríður segir slíkt ekki koma til greina að sínu mati.

Guðríði finnst sem Framsóknarmenn hafi hreinlega látið valta yfir sig í þessu máli. „Já mér finnst það. Það er í það minnsta útlit fyrir það," segir Guðríður og bætir við að það sé greinilegt að Gunnar Birgisson stjórni þessari atburðarás, bæði gagnvart Sjálfsstæðisflokki og meirihlutanum.

Hún segir það ótrúlegt að nokkur togstreita skuli vera um eftirmann Gunnars. Henni þyki það borðleggjandi að Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri í Lindaskóla og bæjarfulltrúi Sjálfsstæðisflokks, taki við af Gunnari. „Hann er farsælll skólastjóri hérna í og vel þokkaður leiðtogi. Ég treysti Gunnsteini ágætlega. Hann er farsæll stjórnandi."


Tengdar fréttir

Ólafur Þór: Ákveðin kaflaskil

„Þetta eru ákveðin kaflaskil fyrir sveitafélagið, hinsvegar á ég erfitt með að sjá hvernig þeir ætla að starfa áfram með Gunnar innanborðs,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri Grænna í Kópavogi um þær fréttir að Gunnar hyggist víkja úr sæti bæjarstjóra. Hann segir þó vandamálum Sjálfsstæðisflokksins í Kópavogi hvergi nærri lokið.

Samfylkingin í Kópavogi: Gunnar verður að víkja

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi ítreka fyrri kröfu sína um að Gunnar I. Birgisson axli ábyrgð og víki sem bæjarstjóri eftir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans. Nú sé reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfræðiálit en ekki sé rætt um pólitíska og siðferðislega ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu.

Vissi ekki af ákvörðun Gunnars

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og annar maður á lista flokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum, hafði ekki heyrt að Gunnar I. Birgisson ætli að víkja sem bæjarstjóri þegar fréttastofa náði tali af honum.

„Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf“

Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi funduðu í morgun um stöðu mála í bæjarpólitíkinni. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins.

Tvö innbrot og veggjakrotarar stöðvaðir

Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, eitt í söluturn þar sem þjófar stálu sígarettum og fleiru smálegu og í fyrirtæki í kópavogi en ekki liggur fyrir hverju var stolið þar.

Gunnar hættir sem bæjarstjóri: Kominn tími á kónginn

„Ég lagði það til á fundinum í gær með mínum flokksfélögum að það væri kominn tími á kónginn,“ segir Gunnar Birgisson sem fyrir skemmstu lauk fundi með Ómari Stefánssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarmanna í Kópavogi og samstarfsfélaga Gunnars í meirihlutanum í Kópavogi. Niðurstaða þess fundar var sú að Gunnar hættir sem bæjarstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×