Enski boltinn

Sir Alex Ferguson: Við spiluðu vel í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, brosti út að eyrum í leikslok.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, brosti út að eyrum í leikslok. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður eftir 2-0 sigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni en sigurinn færði liðinu sex stiga forskot á toppnum þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum.

„Liðið spilaði vel í dag að mínu mati. Allir leikmennirnir gáfu allt sitt í þetta. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en um leið og við vorum með boltann þá vorum við alltaf hættulegir," sagði Alex Ferguson eftir leikinn.

Manchester United á eftir fjóra leiki í ensku deildinni: Manchester City (heima), Wigan (úti), Arsenal (heima) og Hull (úti).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×