Fótbolti

Bjarni Þór skoraði fyrir Roeselare

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Þór Viðarsson hóf ferilinn með Everton.
Bjarni Þór Viðarsson hóf ferilinn með Everton. Nordic Photos / Getty Images

Bjarni Þór Viðarsson skoraði fyrra mark Roeselare í 2-0 sigri liðsins á Zulte-Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í gær.

Bjarni lék allan leikinn en Roeselare er þrátt fyrir sigurinn í neðsta sæti deildarinnar. Liðið er nú með tíu stig eftir fjórtán leiki, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Þetta var fjórða mark Bjarna í aðeins sex leikjum með félaginu í haust.

Bróðir hans, Arnar Þór, spilaði allan leikinn með Cercle Brugge sem vann Westerlo, 2-1, í sömu deild. Cercle Brugge er ellefta sæti deildarinnar með sextán stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×