Enski boltinn

Sousa sér ekki eftir kaupunum á Heiðari

Heiðar í baráttunni með QPR
Heiðar í baráttunni með QPR NordicPhotos/GettyImages

Heiðar Helguson átti ekki góðan dag með liði sínu QPR í gær þegar það gerði 1-1 jafntefli við Coventry í ensku Championship deildinni.

Coventry spilaði með 10 menn frá því í fyrri hálfleik eftir að leikmanni liðsins var vikið af velli, en Rangers náði ekki að nýta sér liðsmuninn.

Bresku blöðin hafa orð á því að vallaraðstæður og kuldinn hefðu átt að henta Heiðari best af leikmönnum QPR, en það hafi ekki verið að sjá á frammistöðu framherjans.

Heiðar fór illa með nokkur dauðafæri í leiknum og átti m.a. skot af stuttu færi á 83. mínútu sem fór í innkast.

Heiðar samdi formlega við QPR í vikunni eftir að hafa verið hjá liðinu sem lánsmaður í vikunni og setti fréttaskrifari Mirror spurningamerki við kaup Paulo Sousa á íslenska landsliðsmanninum.

"Ég var aldrei í vafa um að kaupa Heiðar," sagði Sousa, en gat ekki leynt vonbrigðum sínum á óþarfa broti Heiðars sem varð til þess að Danny Fox skoraði mark beint úr aukaspyrnu og kom Coventry yfir á 73. mínútu leiksins.

"Stundum verða menn að vera klókir. Menn mega ekki brjóta heimskulega af sér," sagði Sousa.

Það var Dexter Blackstock sem tryggði QPR stig í leiknum með jöfnunarmarki skömmu fyrir leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×