Enski boltinn

Toure vildi fara á sölulista

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kolo Toure.
Kolo Toure.

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, neitaði beiðni varnarmannsins Kolo Toure um að vera settur á sölulista. Toure hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal á tímabilinu og Manchester City er sagt vera að íhuga tilboð.

„Við höfnuðum beiðni hans um sölu. Við ætlum ekki að selja neinn af okkar leikmönnum," sagði Hill-Wood.

Toure hefur verið í herbúðum Arsenal í sjö ár og lengi verið talinn í hópi bestu miðvarða ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×