Erlent

Biður þingið að drífa björgunarfrumvarp í gegn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Barack Obama Bandaríkjaforseti varar við því að bandarískt efnahagslíf geti orðið mjög illa úti, efþingmenn bretti ekki upp ermarnar og afgreiði frumvarp um 800 milljarða dollara viðbótar björgunarpakka hið fyrsta.

Hann biður þingmenn að hætta því málþófi og tafsi sem dregið hefur afgreiðslu frumvarpsins á langinn. Í ræðu sem Obama hélt í í Indiana í gær sagði hann að endalausar tafir þarfra mála við núverandi efnahagsaðstæður gætu leitt til þess að Bandaríkin sykkju mun dýpra en ella, í fen atvinnuleysis og fjárhagsvanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×