Fótbolti

Rooney svaf meðan dregið var í riðla á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney var ekki eins spenntur og margir þegar dregið var í riðla fyrir HM í Suður-Afríku. Hann svaf nefnilega eins og ungabarn þegar dregið var í riðlana og vissi ekki hvernig drátturinn fór fyrr en fimm tímum síðar.

„Ég svaf til tíu um kvöldið. Við tókum lestina til London og vorum komnir á hótelið klukkan fimm," sagði Rooney en United var þar að undirbúa sig fyrir leikinn gegn West Ham.

„Ég lagðist niður til að horfa á sjónvarpið en sofnaði og vissi ekki af drættinum fyrr en fimm tímum eftir að honum lauk," sagði Rooney sem sagðist þó vera ánægður með riðilinn sem England lenti í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×