Innlent

Segir brjálað að gera á fasteignamarkaðnum

Hannes Steindórsson sölumaður fasteigna hjá Remax Lind.
Hannes Steindórsson sölumaður fasteigna hjá Remax Lind.
Í síðasta mánuði voru gerðir 149 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu sem er töluverð aukning frá því sem verið hefur. Þar af var fasteignasalan Remax Lind með 32 samninga sem er 30% aukning á milli mánaða. Hannes Steindórsson sölumaður fasteigna hjá Remax Lind segir apríl hafa byrjað af krafti og í raun sé brjálað að gera. Verðin hafa farið niður og markaðurinn er að átta sig á því.

„Það er mjög mikið að gera og það að ein sala sé með 20% af markaðnum sýnir okkur bara að þetta er hægt," segir Hannes.

Hann segist finna fyrir mikilli aukningu og fólk sé mikið að skoða. „Við notum síðan ákveðnar aðferðri við að koma þessu út, en mestmegnis snýst þetta um að verðin eru að lækka töluvert."

Hannes segir að apríl byrji af miklum krafti og á þeim rúmu tveimur dögum sem liðnir eru af mánuðnum er fasteignasala Hannesar með um 10 samninga.

„Fólk er meira að gera tilboð í eignir núna. Það er auðvitað að bjóða svolítið undir ásettu verði en markaðurinn er að átta sig á því að það eru ný verð í gangi núna og kúnninn er farinn að taka því. Eignir sem skráðar eru á árinu 2009 fara á 2009 verði."

Hannes segir að af þessum kaupsamningum sé rúmur þriðjungur svokallaðir makaskiptasamningar. Hann er því nokkuð bjartsýnn á komandi tíð sérstaklega í ljósi þess hversu apríl er að byrja vel. „Það er í raun alveg brjálað að gera."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×