Stefán Jón: Er að gera eitthvað rétt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 07:00 Stefán Jón Sigurgeirsson. Mynd/Guðmundur Jakobsson Hinn nítján ára gamli Stefán Jón Sigurgeirsson vann sér í gær þátttökurétt í aðalkeppni í svigi karla á HM í alpagreinum í Val d'Isere í Frakklandi í gær. Hann náði 23. sæti í undankeppninni sem fór fram í gær. Hann komst einnig í gegnum undankeppnina í stórsviginu en féll úr leik í aðalkeppninni. „Ég fer síðastur niður í fyrri ferðinni þar sem ég var með hæsta rásnúmerið af þeim sem komust í gegnum undankeppnina," sagði hann í samtali við Vísi. Hann var með rásnúmer 38 í gær en kom í mark í 29. sæti eftir fyrri ferðina. „Ég var mjög lélegur í fyrri ferðinni og rétt náði að koma mér í topp 30. Aðstæður voru góðar, færið gott og fínn bakki." Hann færði sér þó það í nyt að vera annar í rásröðinni í seinni ferðinni þar sem efstu 30 keppendurnir fara niður í öfugri röð. Þá náði hann frábærum tíma og var aðeins hálfri sekúndu frá efsta manni í seinni ferðinni. „Ég ákvað bara að keyra á þetta á fullu og náði að komast klakklaust í gegnum þetta. Ég ætla líka að keyra á þetta í aðalkeppninni og sjá svo hvað gerist." Stefán Jón missir hér annað skíðið undan sér í stórsvigskeppninni.Nordic Photos / AFPEn þó svo að Stefán Jón verði síðastur niður brekkuna í dag þurfa það ekki endilega að vera slæmar fréttir. Japanskur skíðakappi fór síðastur niður í fyrri ferðinni í stórsviginu og náði 29. sæti. Hann féll þó úr leik í síðari ferðinni. Sjálfur sagði Stefán Jón að það hafi verið afar svekkjandi að falla úr leik í stórsviginu. „Ég var að koma yfir fyrstu hæðina og þá fékk ég högg á annað skíðið þannig að festingarnar gáfu sig." Stefán Jón er Húsvíkingur og hefur verið að æfa skíði frá níu ára aldri, þegar hann flutti til Íslands frá Danmörku með foreldrum sínum. Hann er nú í fjarnámi frá Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hann er erlendis stærstan part ársins við æfingar og keppni með íslenska skíðalandsliðinu. „Við erum fjórir saman í landsliðinu hér úti ásamt einum þjálfara og tveimur aðstoðarmönnum." Hann hefur þegar tekið þátt í þremur Evrópubikarkeppnum og bíður nú eftir tækifærinu að fá að keppa í heimsbikarkeppninni. „Það kemur að því. Maður er enn ungur. En árangurinn hér á HM segir manni að maður er að gera eitthvað rétt. Ég ætlaði mér alltaf að komast í svigið en var á báðum áttum með stórsvigið. Það var þeim mun skemmtilegra að komast í þá keppni." Framundan eru fleiri keppnir í Evrópubikarnum auk þess sem hann tekur þátt í HM unglinga sem fer fram í Garmisch í Þýskalandi fyrstu dagana í mars. Hann hefur fyrst og fremst einbeitt sér að tæknigreinunum - svigi og stórsvigi - en hefur þó verið að taka framförum í hraðagreinunum - risasvigi og bruni. „Það hefur gengið vel í hraðagreinunum miðað við hvað ég hef verið að æfa þær í stuttan tíma eða aðeins eitt ár." Fyrri ferðin hefst klukkan 09.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Björgvin Björgvinsson verður með rásnúmer 52 og sem fyrr segir fer Stefán Jón síðastur niður brekkuna með rásnúmerið 75. Erlendar Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Stefán Jón Sigurgeirsson vann sér í gær þátttökurétt í aðalkeppni í svigi karla á HM í alpagreinum í Val d'Isere í Frakklandi í gær. Hann náði 23. sæti í undankeppninni sem fór fram í gær. Hann komst einnig í gegnum undankeppnina í stórsviginu en féll úr leik í aðalkeppninni. „Ég fer síðastur niður í fyrri ferðinni þar sem ég var með hæsta rásnúmerið af þeim sem komust í gegnum undankeppnina," sagði hann í samtali við Vísi. Hann var með rásnúmer 38 í gær en kom í mark í 29. sæti eftir fyrri ferðina. „Ég var mjög lélegur í fyrri ferðinni og rétt náði að koma mér í topp 30. Aðstæður voru góðar, færið gott og fínn bakki." Hann færði sér þó það í nyt að vera annar í rásröðinni í seinni ferðinni þar sem efstu 30 keppendurnir fara niður í öfugri röð. Þá náði hann frábærum tíma og var aðeins hálfri sekúndu frá efsta manni í seinni ferðinni. „Ég ákvað bara að keyra á þetta á fullu og náði að komast klakklaust í gegnum þetta. Ég ætla líka að keyra á þetta í aðalkeppninni og sjá svo hvað gerist." Stefán Jón missir hér annað skíðið undan sér í stórsvigskeppninni.Nordic Photos / AFPEn þó svo að Stefán Jón verði síðastur niður brekkuna í dag þurfa það ekki endilega að vera slæmar fréttir. Japanskur skíðakappi fór síðastur niður í fyrri ferðinni í stórsviginu og náði 29. sæti. Hann féll þó úr leik í síðari ferðinni. Sjálfur sagði Stefán Jón að það hafi verið afar svekkjandi að falla úr leik í stórsviginu. „Ég var að koma yfir fyrstu hæðina og þá fékk ég högg á annað skíðið þannig að festingarnar gáfu sig." Stefán Jón er Húsvíkingur og hefur verið að æfa skíði frá níu ára aldri, þegar hann flutti til Íslands frá Danmörku með foreldrum sínum. Hann er nú í fjarnámi frá Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hann er erlendis stærstan part ársins við æfingar og keppni með íslenska skíðalandsliðinu. „Við erum fjórir saman í landsliðinu hér úti ásamt einum þjálfara og tveimur aðstoðarmönnum." Hann hefur þegar tekið þátt í þremur Evrópubikarkeppnum og bíður nú eftir tækifærinu að fá að keppa í heimsbikarkeppninni. „Það kemur að því. Maður er enn ungur. En árangurinn hér á HM segir manni að maður er að gera eitthvað rétt. Ég ætlaði mér alltaf að komast í svigið en var á báðum áttum með stórsvigið. Það var þeim mun skemmtilegra að komast í þá keppni." Framundan eru fleiri keppnir í Evrópubikarnum auk þess sem hann tekur þátt í HM unglinga sem fer fram í Garmisch í Þýskalandi fyrstu dagana í mars. Hann hefur fyrst og fremst einbeitt sér að tæknigreinunum - svigi og stórsvigi - en hefur þó verið að taka framförum í hraðagreinunum - risasvigi og bruni. „Það hefur gengið vel í hraðagreinunum miðað við hvað ég hef verið að æfa þær í stuttan tíma eða aðeins eitt ár." Fyrri ferðin hefst klukkan 09.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Björgvin Björgvinsson verður með rásnúmer 52 og sem fyrr segir fer Stefán Jón síðastur niður brekkuna með rásnúmerið 75.
Erlendar Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira