Enski boltinn

Vidic segir sögusagnirnar rangar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic í leik með Manchester United.
Nemanja Vidic í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Nemanja Vidic, leikmaður Manchester United, segir að sögusagnirnar um að hann sé óánægður með lífið í Manchester og vilji flytja til Spánar eru rangar.

Enskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að eiginkona hans, Ana, væri afar óánægð með að búa í Englandi og vildi flytja í hlýrra loftslag, til dæmis til Spánar.

Vidic er samningsbundinn United til loka tímabilsins 2012 og segir að hann sé ánægður hjá félaginu.

„Ég væri mjög ánægður með að vera áfram hjá félaginu um ókomin ár," sagði Vidic. „Ég hef aldrei sagt að ég vilji spila í öðru landi. Það eru aðrir sem hafa talað eða skrifað á þeim nótum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×