Enski boltinn

Ferdinand til sérfræðings

NordicPhotos/GettyImages

Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, verður sendur til sérfræðings til að láta meta bakmeiðsli sín eftir að hann treysti sér ekki til að leika gegn Chelsea í dag.

Ferdinand hafði misst af síðustu sex leikjum United en átti að vera klár í slaginn í dag, en hann kenndi sér aftur meins í bakinu og varð að sleppa leiknum.

"Hann var búinn að æfa alla vikuna og allt var í lagi, en hann var með tak í bakinu í morgun þegar hann vaknaði svo þetta er alvarlegt mál fyrir okkur. Þetta er búið að angra hann nokkuð lengi svo við verðum að senda hann til sérfræðings til að fá botn í þetta," sagði Alex Ferguson skömmu fyrir leikinn gegn Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×