Enski boltinn

Kinnear og Brown kallaðir inn á teppi

NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært þá Phil Brown stjóra Hull og Joe Kinnear stjóra Newcastle fyrir ósæmilega hegðun eftir að þeir hnakkrifust á hliðarlínunni í leik liðanna í bikarnum á dögunum.

Báðir voru sendir upp í stúku af dómaranum Phil Dowd og hafa nú frest til 3. febrúar til að svara fyrir hegðun sína.

Kinnear segist alsaklaus í málinu og segir að ef til vill hafi orðspor sitt orðið til þess að hann var rekinn upp í stúku.

"Myndbandsupptökur munu sína að ég gerði ekkert annað en að standa á mínu. Það var Phil Brown sem var að æsa sig," sagði kinnear, sem fyrr á þessari leiktíð var kallaður inn á teppi fyrir að hella úr skálum reiði sinnar yfir blaðamenn með fúkyrðum. Þá var hann sendur upp í stúku í leik í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×