Krafan um aukið lýðræði er hávær og réttmæt 1. október 2009 15:59 Jóhanna Sigurðardóttir Jóhanna Sigurðardóttir sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag að hún hefði farið yfir sjónarmið sambandsins varðandi frumvarp til laga um persónukjör. Hún sagði margar af ábendingum sambandsins eiga rétt á sér og þær muni ríkisstjórnin skoða. Hún sagði kröfu almennings um aukið lýðræði og meiri áhrif kjósenda vera háværa og réttmæta. „Við kjörnir fulltrúar megum ekki daufheyrast við þessum kröfum fólksins. Tíminn fyrir breytingar er núna og tíminn er nægur ef viljinn fyrir hendi. Ég bendi á að nánast allar breytingar á kosningalöggjöf hér á landi hafa átt sér stað með tiltölulega skömmum fyrirvara fyrir kosningar. Sá tími sem nú er til stefnu er rúmur í þeim samanburði," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Hún vildi þó leggja áherslu á að megintilgangur þeirra breytinga sem þegar hafa verið lagðar til séu til þess að bæta og styrkja stöðu kjósenda við val á fulltrúum á Alþingi eða í sveitarstjórn. „Við eigum ekki að vera hrædd við þessi skref, þau eru nauðsynlegar lýðræðisumbætur og eru án efa mikilvægt skref í að færa aukið vald inn í kjörklefann," sagði Jóhanna. Hún sagði ennfremur að meðal gagnrýnisradda sem heyrst hafi sé að það fyrirkomulag persónukjörs sem lagt sé til tryggi ekki jafna stöðu kynjanna í kosningum. „Um þessar mundir er nefnd að ljúka störfum um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum og verður fróðlegt að sjá hennar niðurstöður. Við skulum hins vegar hafa í huga að núverandi fyrirkomulag kosninga tryggir ekki jafna stöðu kynjanna. Það hefur verið á ábyrgð flokkanna sjálfra að tryggja stöðu kynjanna á framboðslistum sínum. Þeirri jafnréttiskröfu hafa sumir flokkar svarað en aðrir ekki, því miður. Mín skoðun er sú að persónukjör muni bæta stöðu kvenna á framboðslistum og reynsla annarsstaðar á Norðurlöndum styður hana." Ræðu Jóhönnu í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag að hún hefði farið yfir sjónarmið sambandsins varðandi frumvarp til laga um persónukjör. Hún sagði margar af ábendingum sambandsins eiga rétt á sér og þær muni ríkisstjórnin skoða. Hún sagði kröfu almennings um aukið lýðræði og meiri áhrif kjósenda vera háværa og réttmæta. „Við kjörnir fulltrúar megum ekki daufheyrast við þessum kröfum fólksins. Tíminn fyrir breytingar er núna og tíminn er nægur ef viljinn fyrir hendi. Ég bendi á að nánast allar breytingar á kosningalöggjöf hér á landi hafa átt sér stað með tiltölulega skömmum fyrirvara fyrir kosningar. Sá tími sem nú er til stefnu er rúmur í þeim samanburði," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Hún vildi þó leggja áherslu á að megintilgangur þeirra breytinga sem þegar hafa verið lagðar til séu til þess að bæta og styrkja stöðu kjósenda við val á fulltrúum á Alþingi eða í sveitarstjórn. „Við eigum ekki að vera hrædd við þessi skref, þau eru nauðsynlegar lýðræðisumbætur og eru án efa mikilvægt skref í að færa aukið vald inn í kjörklefann," sagði Jóhanna. Hún sagði ennfremur að meðal gagnrýnisradda sem heyrst hafi sé að það fyrirkomulag persónukjörs sem lagt sé til tryggi ekki jafna stöðu kynjanna í kosningum. „Um þessar mundir er nefnd að ljúka störfum um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum og verður fróðlegt að sjá hennar niðurstöður. Við skulum hins vegar hafa í huga að núverandi fyrirkomulag kosninga tryggir ekki jafna stöðu kynjanna. Það hefur verið á ábyrgð flokkanna sjálfra að tryggja stöðu kynjanna á framboðslistum sínum. Þeirri jafnréttiskröfu hafa sumir flokkar svarað en aðrir ekki, því miður. Mín skoðun er sú að persónukjör muni bæta stöðu kvenna á framboðslistum og reynsla annarsstaðar á Norðurlöndum styður hana." Ræðu Jóhönnu í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira