Krafan um aukið lýðræði er hávær og réttmæt 1. október 2009 15:59 Jóhanna Sigurðardóttir Jóhanna Sigurðardóttir sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag að hún hefði farið yfir sjónarmið sambandsins varðandi frumvarp til laga um persónukjör. Hún sagði margar af ábendingum sambandsins eiga rétt á sér og þær muni ríkisstjórnin skoða. Hún sagði kröfu almennings um aukið lýðræði og meiri áhrif kjósenda vera háværa og réttmæta. „Við kjörnir fulltrúar megum ekki daufheyrast við þessum kröfum fólksins. Tíminn fyrir breytingar er núna og tíminn er nægur ef viljinn fyrir hendi. Ég bendi á að nánast allar breytingar á kosningalöggjöf hér á landi hafa átt sér stað með tiltölulega skömmum fyrirvara fyrir kosningar. Sá tími sem nú er til stefnu er rúmur í þeim samanburði," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Hún vildi þó leggja áherslu á að megintilgangur þeirra breytinga sem þegar hafa verið lagðar til séu til þess að bæta og styrkja stöðu kjósenda við val á fulltrúum á Alþingi eða í sveitarstjórn. „Við eigum ekki að vera hrædd við þessi skref, þau eru nauðsynlegar lýðræðisumbætur og eru án efa mikilvægt skref í að færa aukið vald inn í kjörklefann," sagði Jóhanna. Hún sagði ennfremur að meðal gagnrýnisradda sem heyrst hafi sé að það fyrirkomulag persónukjörs sem lagt sé til tryggi ekki jafna stöðu kynjanna í kosningum. „Um þessar mundir er nefnd að ljúka störfum um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum og verður fróðlegt að sjá hennar niðurstöður. Við skulum hins vegar hafa í huga að núverandi fyrirkomulag kosninga tryggir ekki jafna stöðu kynjanna. Það hefur verið á ábyrgð flokkanna sjálfra að tryggja stöðu kynjanna á framboðslistum sínum. Þeirri jafnréttiskröfu hafa sumir flokkar svarað en aðrir ekki, því miður. Mín skoðun er sú að persónukjör muni bæta stöðu kvenna á framboðslistum og reynsla annarsstaðar á Norðurlöndum styður hana." Ræðu Jóhönnu í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag að hún hefði farið yfir sjónarmið sambandsins varðandi frumvarp til laga um persónukjör. Hún sagði margar af ábendingum sambandsins eiga rétt á sér og þær muni ríkisstjórnin skoða. Hún sagði kröfu almennings um aukið lýðræði og meiri áhrif kjósenda vera háværa og réttmæta. „Við kjörnir fulltrúar megum ekki daufheyrast við þessum kröfum fólksins. Tíminn fyrir breytingar er núna og tíminn er nægur ef viljinn fyrir hendi. Ég bendi á að nánast allar breytingar á kosningalöggjöf hér á landi hafa átt sér stað með tiltölulega skömmum fyrirvara fyrir kosningar. Sá tími sem nú er til stefnu er rúmur í þeim samanburði," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Hún vildi þó leggja áherslu á að megintilgangur þeirra breytinga sem þegar hafa verið lagðar til séu til þess að bæta og styrkja stöðu kjósenda við val á fulltrúum á Alþingi eða í sveitarstjórn. „Við eigum ekki að vera hrædd við þessi skref, þau eru nauðsynlegar lýðræðisumbætur og eru án efa mikilvægt skref í að færa aukið vald inn í kjörklefann," sagði Jóhanna. Hún sagði ennfremur að meðal gagnrýnisradda sem heyrst hafi sé að það fyrirkomulag persónukjörs sem lagt sé til tryggi ekki jafna stöðu kynjanna í kosningum. „Um þessar mundir er nefnd að ljúka störfum um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum og verður fróðlegt að sjá hennar niðurstöður. Við skulum hins vegar hafa í huga að núverandi fyrirkomulag kosninga tryggir ekki jafna stöðu kynjanna. Það hefur verið á ábyrgð flokkanna sjálfra að tryggja stöðu kynjanna á framboðslistum sínum. Þeirri jafnréttiskröfu hafa sumir flokkar svarað en aðrir ekki, því miður. Mín skoðun er sú að persónukjör muni bæta stöðu kvenna á framboðslistum og reynsla annarsstaðar á Norðurlöndum styður hana." Ræðu Jóhönnu í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira