Enski boltinn

Lampard gæti spilað um helgina - fór í legkökunudd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard í leik með Chelsea.
Frank Lampard í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Ágætar líkur eru á því að Frank Lampard spili með Chelsea gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Lampard meiddist í leik með enska landsliðinu gegn því brasilíska fyrr í mánuðinum og var búist við því að hann yrði frá í þrjár vikur.

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur hins vegar greint frá því að Lampard hafi æft síðustu tvo daga.

„Hann hefur æft síðustu tvo daga og mun aftur æfa í dag. Við vonum að hann verði klár í slaginn," sagði Ancelotti við enska fjölmiðla.

Fram kemur í frétt BBC um málið að Lampard hafi farið eins og svo margir aðrir knattspyrnumenn til Serbíu til að fá þar legkökunudd. Nokkrir leikmenn Liverpool gerðu þetta fyrir stuttu með góðum árangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×