Brýnt að nýta tímann og fara yfir regluverkið 17. nóvember 2009 21:36 Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Vilhelm Gunnarsson „Það er gríðarlega mikilvægt að við nýtum þann tíma sem við höfum núna til þess að yfirfara allt okkar regluverk. Ekki síst í ljósi þess gerst hefur og til þess að skýra reglur, skýra og skerpa á eftirliti og til að læra eitthvað af öllu því sem hér hefur farið fram,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í kvöld. Verið var að ræða þingsályktunartillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um stöðu minni hluthafa. Í tillögunni er lagt til að sett verði á laggirnar nefnd sérfróðra manna sem móti tillögur er hafi það að markmiði að styrkja stöðu minni hluthafa. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið snerta þúsundir einstaklinga. „Margir hafa tilhneigingu til að afgreiða þessi mál þannig að hér sé kannski um að ræða tap þeirra sem helst mega við því. Útrásavíkinga eða annarra slíkra sem menn hafa takmarkaða samúð með. En hafa verður í huga hér erum við að tala um tugi þúsunda einstaklinga,“ sagði þingmaðurinn. Í greinargerð með tillögunni segir að á umliðnum árum hafi verið gerðar ýmsar breytingar á lagaumhverfinu til þess að bæta hlut minni hluthafa. Ljóst sé að breytingarnar hafi ekki gengið nægjanlega langt. Það hafa dæmin undangengna mánuði sannað. „Fréttir hafa borist af stórfelldum lánveitingum til stærri hluthafa og gífurlegri áhættutöku. Slíkar aðgerðir, ef sannar reynast, koma fyrst og fremst niður á hag smærri hluthafa þó að á endanum bitni þær á þjóðinni allri. Mikilvægt er því af þessum ástæðum sérstaklega að huga að breytingum á lögum og reglum til að tryggja betur hagsmuni hinna minni hluthafa,“ segir í greinargerðinni. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Það er gríðarlega mikilvægt að við nýtum þann tíma sem við höfum núna til þess að yfirfara allt okkar regluverk. Ekki síst í ljósi þess gerst hefur og til þess að skýra reglur, skýra og skerpa á eftirliti og til að læra eitthvað af öllu því sem hér hefur farið fram,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í kvöld. Verið var að ræða þingsályktunartillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um stöðu minni hluthafa. Í tillögunni er lagt til að sett verði á laggirnar nefnd sérfróðra manna sem móti tillögur er hafi það að markmiði að styrkja stöðu minni hluthafa. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið snerta þúsundir einstaklinga. „Margir hafa tilhneigingu til að afgreiða þessi mál þannig að hér sé kannski um að ræða tap þeirra sem helst mega við því. Útrásavíkinga eða annarra slíkra sem menn hafa takmarkaða samúð með. En hafa verður í huga hér erum við að tala um tugi þúsunda einstaklinga,“ sagði þingmaðurinn. Í greinargerð með tillögunni segir að á umliðnum árum hafi verið gerðar ýmsar breytingar á lagaumhverfinu til þess að bæta hlut minni hluthafa. Ljóst sé að breytingarnar hafi ekki gengið nægjanlega langt. Það hafa dæmin undangengna mánuði sannað. „Fréttir hafa borist af stórfelldum lánveitingum til stærri hluthafa og gífurlegri áhættutöku. Slíkar aðgerðir, ef sannar reynast, koma fyrst og fremst niður á hag smærri hluthafa þó að á endanum bitni þær á þjóðinni allri. Mikilvægt er því af þessum ástæðum sérstaklega að huga að breytingum á lögum og reglum til að tryggja betur hagsmuni hinna minni hluthafa,“ segir í greinargerðinni.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira