Enski boltinn

Ferguson ánægður með Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í dag.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson hefur engar áhyggjur af viðbrögðum Cristiano Ronaldo þegar honum var skipt af velli í sigurleik Manchester United á Manchester City í dag.

Ronaldo skoraði fyrra markið í 2-0 sigri United en var allt annað en ánægður með að vera skipit af velli þegar um hálftími var til leiksloka.

„Hann vildi vera áfram inn á vellinum," sagði Ferguson. „Hann er í frábæru formi. En ég verð að líta á heildarmyndina. Ég verð að halda mínum mönnum eins ferskum og ég get fyrir átökin framundan."

Samkvæmt heimildum Sky Sports mun Ronaldo þó yfirgefið Old Trafford aðeins tíu mínútum eftir að leiknum lauk. Hann hafi því enn verið hundfúll með skiptinguna.

Carlos Tevez sagði í viðtali við enska fjölmiðla í dag að hann átti ekki von á að vera áfram hjá Manchester United. Ferguson vildi lítið segja um málið.

„Hann er leikmaður Manchester United og ætla ekki að ræða þetta mál frekar."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×