Enski boltinn

Hélt að Rooney talaði þýsku

NordicPhotos/GettyImages

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic skildi hvorki upp né niður í því sem félagi hans Wayne Rooney var að segja við hann þegar hann gekk í raðir Manchester United árið 2006.

Liverpool-hreimur Rooney var svo sterkur að Vidic átti í mestu erfiðleikum með að skilja enskuna hans. Svo miklum, að hann hélt helst að enski landsliðsmaðurinn væri Þjóðverji.

"Ég hélt að maðurinn væri að tala þýsku af því hreimurinn hans er svo sterkur. Núna er hann farinn að tala hægar við útlendingana, svo það er auðveldara að skilja hann. Svo er enskan mín líka orðin betri," sagði varnarmaðurinn sterki í samtali við Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×