Enski boltinn

Dirk Kuyt ekki á förum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kuyt með syni sínum.
Kuyt með syni sínum.

Umboðsmaður Dirk Kuyt neitar þeim sögusögnum að hollenski sóknarmaðurinn sé á leið til Juventus á Ítalíu. Ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá áhuga Juventus.

Karel Jansen, umboðsmaðurinn, segir að Kuyt vonist eftir að fá nýtt samningstilboð frá Liverpool en núgildandi samningur er til ársins 2010.

„Ég hef ekkert heyrt frá forráðamönnum Juventus. Kuyt líður vel hjá Liverpool og er ekkert að líta neitt í kringum sig," sagði Jansen. „Við erum í viðræðum við Liverpool um nýjan samning. Það er ekkert annað í gangi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×