Enski boltinn

Gríðarmikilvægur sigur hjá Crewe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Billy Jones var hetja Crewe í dag.
Billy Jones var hetja Crewe í dag. Nordic Photos / Getty Images
Crewe vann í dag afar mikilvægan sigur í ensku C-deildinni. Liðið vann 2-1 sigur á Hereford í miklum fallslag.

Gylfi Sigurðsson var í byrjunarliði Crewe í dag en það var Billy Jones sem reyndist hetja liðsins.

Hann skoraði fyrra mark Crewe á 55. mínútu eftir að vítaspyrna var dæmd. Sam Hewson fékk þá að líta rauða spjaldið hjá Hereford.

Toumani Diagouraga jafnaði svo metin á 79. mínútu en Billy Jones skoraði svo sigurmark Crewe þremur mínútum síðar.

Crewe er nú í nítjánda sæti deildarinnar með 37 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Hereford er í 23. og næstneðsta sæti deildarinnar með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×