Enski boltinn

Tottenham og Liverpool að bítast um Vieira

Ómar Þorgeirsson skrifar
Patrick Vieira.
Patrick Vieira. Nordic photos/AFP

Samkvæmt Daily Telegraph gæti miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter verið fáanlegur á frjálsri sölu frá ítalska félaginu strax í janúar en núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar.

Tottenham og Liverpool eru bæði sögð áhugasöm að fá franska landsliðsmanninn í sínar raðir og mun Tottenham þegar verið búið að leggja fram árs langan samning á borðið.

Hinn 33 ára gamli Vieira er jafnframt talinn vera tilbúinn að taka á sig launalækkun til þess að fara til Englands í von um að fá að spila meira heldur en hann gerir nú með Inter til þess að auka möguleikana á því að hann verði í landsliðshópi Frakka fyrir lokakeppni HM næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×