Fótbolti

Arnór spilaði sjö líflegar mínútur í stórsigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Smárason leikmaður hollenska liðsins Heerenveen.
Arnór Smárason leikmaður hollenska liðsins Heerenveen. Mynd/GettyImages

Arnór Smárason kom inn á í 5-1 stórsigri Heerenveen á Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Sigurinn kom Heerenveen upp fyrir Ajax í þriðja sæti deildarinnar en Ajax á leik inni.

Arnór kom inn á 83. mínútu í stöðinni 3-0 fyrir Heerenveen og það voru skoruð þrjú mörk í leiknum þessar sjö mínútur sem hann spilaði. Sparta minnkaði muninn en síðan skoraði Heerenveen tvö mörk í blálokin.

Arnór er búinn að spila 16 leiki með Heerenveen í hollensku deildinni og hefur skorað í þeim 5 mörk. Arnór hefur komið inn á sem varamaður í tíu þessara leikja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×