Erlent

Loftbelgsfjölskyldan játar sekt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Heene-fjölskyldan.
Heene-fjölskyldan.

Richard Heene, faðir loftbelgsdrengsins svonefnda, sem bandaríska þjóðin stóð á öndinni yfir um miðjan október, mun játa sekt sína í málinu þegar hann kemur fyrir dómara. Það sama mun móðirin gera. Þeim hjónum er gefið að sök að hafa sviðsett það atvik að sonur þeirra hefði hugsanlega svifið á braut með loftbelg og ferðast með honum þvert yfir Colorado. Drengurinn átti hins vegar að hafa verið sofandi ofan í kassa í húsinu. Síðar kviknuðu grunsemdir um að þetta hefði verið gert fyrir fjölmiðlaathygli. Lögfræðingur hjónanna segir þau játa sekt sína til þess að koma í veg fyrir að móðurinni, sem er japanskur ríkisborgari, verði vísað úr landi en slíkt geti hæglega gerst neiti þau en verði svo fundin sek í framhaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×