Enski boltinn

Ronaldo vill ekki fara

Elvar Geir Magnússon skrifar

Cristiano Ronaldo neitar þeim sögusögnum að hann sé á leið til Real Madrid. Slúðurblöð héldu því fram að þegar væri búið að nást samkomulag milli spænska stórliðsins og Manchester United.

„Sá sem segir þetta er lygari því ég er ánægður hjá Manchester United og vill vera hér áfram. Mér líður eins og ég eigi heima hérna. Ég er mjög ánægður," sagði Ronaldo í viðtali við opinbera heimasíðu United.

Ronaldo neitar því ekki að hann þurfi að höndla mikla pressu eftir alla umræðuna í sumar en óttast ekki að falla í ónáð hjá stuðningsmönnum. „Ég held að fólk gleymi því ekki hvað maður hefur gert fyrir félagið. Stuðningsmennirnir hafa staðið við bak mér og þeir eru ótrúlegir," sagði Ronaldo.

„Mér þykir mjög vænt um stuðningsmenn félagsins því þeir hafa reynst mér svo vel. Ekki bara á þessu tímabili heldur allan tímann sem ég hef verið hér. Eins og ég sagði áður þá líður mér eins og heima hjá mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×