Erlent

Tíu ár frá Columbine-morðunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mynd frá öryggismyndavél í matsal skólans sýnir Harris og Klebold vopnaða sjálfvirkum skotvopnum.
Mynd frá öryggismyndavél í matsal skólans sýnir Harris og Klebold vopnaða sjálfvirkum skotvopnum.

Þess er nú minnst í bænum Littleton í Colorado að 10 ár eru í dag liðin síðan þeir Eric Harris og Dylan Klebold mættu í Columbine-framhaldsskólann þar í bænum gráir fyrir járnum og skutu til bana 12 samnemendur sína og einn kennara auk þess að særa 23.

Ætlunarverk þeirra félaga var upphaflega að sprengja tvær öflugar sprengjur í matsal skólans og hefja svo skothríð þegar fólk tæki að streyma út úr byggingunni en þetta mistókst þar sem sprengjurnar sprungu ekki. Þeir héldu þá inn í skólann og hófu skothríð á nemendur og starfsfólk að því er virðist af handahófi uns þeir voru yfirbugaðir af lögreglu.

Þeir félagar voru miklir áhugamenn um nasisma og völdu afmælisdag Adolfs Hitler, 20. apríl, þess vegna fyrir ódæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×