Innlent

Botninn sleginn úr NATÓ á Austurvelli

Útifundur Samtaka hernaðarandstæðinga hófst á Austurvelli klukkan 17. Að sögn lögreglu eru fundargestir rúmlega 150 talsins. 60 ár er í dag liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið, NATÓ. Krafa samtakanna er að Ísland standi utan hernaðarbandalaga.

Til stendur að slá botninn úr bandalaginu á tákrænan hátt á útifundinum.

Ármann Jakobsson íslenskufræðingur og María S. Gunnarsdóttir formaður MFÍK flytja stutt ávörp. Fundarstjóri er Stefán Pálsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×