Innlent

Skynsamlegar tillögur

Skynsamlegt gæti verið að halda inni heimildum Fjármálaeftirlitsins til að grípa inn í rekstur fyrirtækja, eins og Kaarlos Jännäres leggur til í skýrslu sinni, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

„Fjármálaeftirlitið verður að hafa skýrar og ríkar heimildir," segir Gylfi. Vel megi vera að eitthvað hafi skort upp á þær á undanförnum árum. Ákvörðun um slíkt bíði þó nýrrar ríkisstjórnar.

Gylfi segir tillögu Jännäres um að safna saman undir eitt ráðuneyti því sem tilheyri fjármálamarkaðnum einnig skynsamlega. Heppilegast geti reynst að sameina þá þætti í viðskiptaráðuneytinu.

- bj








Fleiri fréttir

Sjá meira


×