Innlent

Líf flutti tvo á spítala

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:58 beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegs bílslyss í Langadal í Húnavatnssýslu samkvæmt tilkynningu.

 

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 19:16 og lenti á slysstað kl. 20:10.

 

Tveir slasaðir voru fluttir yfir í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 20:30 og áætlar að lenda við Landspítalann í Fossvogi kl. 21:20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×