Enski boltinn

Hull losar sig við Windass

Elvar Geir Magnússon skrifar
Windass var mikilvægur fyrir Hull á síðasta tímabili en hefur verið úti í kuldanum í vetur.
Windass var mikilvægur fyrir Hull á síðasta tímabili en hefur verið úti í kuldanum í vetur.

Dean Windass, sóknarmaður Hull, hefur fengið þau skilaboð að honum sé frjálst að yfirgefa félagið. Hann er ekki í plönum knattspyrnustjórans Phil Brown.

Windass var tekinn af velli í hálfleik þegar Manchester City slátraði Hull 5-1 um jólin. Hann hefur síðan ekki verið í leikmannahópi Hull í tveimur síðustu leikjum.

Hartlepool, sem leikur í 2. deildinni, hefur þegar haft samband við Windass sem verður fertugur seinna á þessu ári. Doncaster, Leeds og Grimsby eru einnig talin hafa áhuga.

Windass skoraði fyrir Hull í umspilsleiknum í fyrra þegar liðið vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni. Hann hefur hinsvegar aðeins leikið fimm leiki í úrvalsdeildinni á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×