Íslenski boltinn

Umfjöllun: Fyrstu stigin í hús hjá Val

Smári Jökull Jónsson skrifar
Úr leik Vals og Fjölnis á síðustu leiktíð.
Úr leik Vals og Fjölnis á síðustu leiktíð.

Valsmenn kræktu í sín fyrstu stig þegar þeir lögðu Fjölni að velli á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Það var í raun í upphafi leiks sem lið Vals lagði grunninn að sigri sínum í kvöld. Strax á 3.mínútu skoraði Helgi Sigurðsson eftir að Marel Baldvinsson hafði skallað boltann fyrir fætur hans í teignum, en Helgi og Marel komu báðir inn byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld og náðu vel saman í framlínunni.

Fjölnisliðið var meðvitundarlítið fyrstu mínúturnar og þegar Ólafur Páll Snorrason, fyrrum Fjölnismaður, kom Val í 2-0 á 17.mínútu með góðu skoti úr vítateignum þá héldu menn að Valur myndi hreinlega valta yfir Fjölnismenn.

Það varð þó ekki raunin því eftir markið náði Fjölnir að vinna sig inn í leikinn og þegar Vigfús Arnar Jósepsson var færður inn á miðjuna úr vinstri bakverðinum kom meira öryggi í spil liðsins. Vigfús átti einmitt stóran þátt í marki Fjölnis á 37.mínútu. Hann átti þá góða sendingu innfyrir vörn Vals á Jónas Grana Garðarsson sem var einn gegn Kjartani Sturlusyni. Kjartan varði vel en boltinn barst til Tómasar Leifssonar sem skoraði með hnitmiðuðu skoti utarlega í teginum.

Menn bjuggust við spennandi síðari hálfleiks en fljótlega varð ljóst að það yrði ekki raunin. Á 58.mínútu kom Marel Baldvinsson Val í 3-1 með góðum skalla á nærstöngina eftir sendingu frá Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni.

Eftir það var lítið um færi en tvö rauð spjöld litu þó dagsins ljós. Ásgeir Aron Ásgeirsson fékk sitt annað gula spjald á 75.mínútu og Sigurbjörn Hreiðarsson fékk sömuleiðis tvö gul spjöld og þar með rautt á 83.mínútu.

Eftir sigurinn eru Valsmenn því með 3 stig en Fjölnir er án stiga við botninn.

Valur - Fjölnir 3-1

1-0 Helgi Sigurðsson (3.)

2-0 Ólafur Páll Snorrason (17.)

2-1 Tómas Leifsson (37.)

3-1 Marel Jóhann Baldvinsson (58.)

Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 840

Dómari: Örvar Sær Gíslason (4)

Skot (á mark): 17-8 (7-3)

Varin skot: Kjartan 2 - Þórður 3

Horn: 5 - 5

Aukaspyrnur fengnar: 9 - 12

Rangstöður: 2 - 2

Valur (4-4-2):

Kjartan Sturluson 7

Steinþór Gíslason 5

Reynir Leósson 7

Atli Sveinn Þórarinsson 7

Bjarni Ólafur Eiríksson 6

Ólafur Páll Snorrason 6

Ian David Jeffs 6

Sigurbjörn Hreiðarsson 4

Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6

Helgi Sigurðsson 7

(84. Einar Marteinsson -)

Marel Jóhann Baldvinsson 8 - maður leiksins

(78. Pétur Georg Markan -)

Fjölnir (4-5-1):

Þórður Ingason 5

Gunnar Valur Gunnarsson 5

Ólafur Páll Johnson 6

Geir Kristinsson 4

(45. Ásgeir Aron Ásgeirsson 3)

Vigfús Arnar Jósepsson 6

Illugi Þór Gunnarsson 5

Ágúst Þór Ágústsson 4

(45. Guðmundur Karl Guðmundsson 5)

Gunnar Már Guðmundsson 4

Magnús Ingi Einarsson 5

Tómas Leifsson 6

Jónas Grani Garðarsson 4

(73. Hermann Aðalgeirsson -)


Tengdar fréttir

Marel: Við vorum virkilega grimmir

Marel Jóhann Baldvinsson spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði fyrir Val í leiknum gegn Fjölni í kvöld og átti frábæran leik, skoraði mark og lagði upp annað. Hann var auðvitað ánægður í leikslok.

Willum: Menn spiluðu með hjartanu

Valsmenn unnu þægilegan 3-1 sigur á Fjölni í kvöld á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Willum Þór Þórsson var vitaskuld ánægður að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×