Umfjöllun: Fyrstu stigin í hús hjá Val Smári Jökull Jónsson skrifar 14. maí 2009 18:15 Úr leik Vals og Fjölnis á síðustu leiktíð. Valsmenn kræktu í sín fyrstu stig þegar þeir lögðu Fjölni að velli á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Það var í raun í upphafi leiks sem lið Vals lagði grunninn að sigri sínum í kvöld. Strax á 3.mínútu skoraði Helgi Sigurðsson eftir að Marel Baldvinsson hafði skallað boltann fyrir fætur hans í teignum, en Helgi og Marel komu báðir inn byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld og náðu vel saman í framlínunni. Fjölnisliðið var meðvitundarlítið fyrstu mínúturnar og þegar Ólafur Páll Snorrason, fyrrum Fjölnismaður, kom Val í 2-0 á 17.mínútu með góðu skoti úr vítateignum þá héldu menn að Valur myndi hreinlega valta yfir Fjölnismenn. Það varð þó ekki raunin því eftir markið náði Fjölnir að vinna sig inn í leikinn og þegar Vigfús Arnar Jósepsson var færður inn á miðjuna úr vinstri bakverðinum kom meira öryggi í spil liðsins. Vigfús átti einmitt stóran þátt í marki Fjölnis á 37.mínútu. Hann átti þá góða sendingu innfyrir vörn Vals á Jónas Grana Garðarsson sem var einn gegn Kjartani Sturlusyni. Kjartan varði vel en boltinn barst til Tómasar Leifssonar sem skoraði með hnitmiðuðu skoti utarlega í teginum. Menn bjuggust við spennandi síðari hálfleiks en fljótlega varð ljóst að það yrði ekki raunin. Á 58.mínútu kom Marel Baldvinsson Val í 3-1 með góðum skalla á nærstöngina eftir sendingu frá Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni. Eftir það var lítið um færi en tvö rauð spjöld litu þó dagsins ljós. Ásgeir Aron Ásgeirsson fékk sitt annað gula spjald á 75.mínútu og Sigurbjörn Hreiðarsson fékk sömuleiðis tvö gul spjöld og þar með rautt á 83.mínútu. Eftir sigurinn eru Valsmenn því með 3 stig en Fjölnir er án stiga við botninn. Valur - Fjölnir 3-11-0 Helgi Sigurðsson (3.) 2-0 Ólafur Páll Snorrason (17.) 2-1 Tómas Leifsson (37.) 3-1 Marel Jóhann Baldvinsson (58.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 840 Dómari: Örvar Sær Gíslason (4)Skot (á mark): 17-8 (7-3)Varin skot: Kjartan 2 - Þórður 3Horn: 5 - 5Aukaspyrnur fengnar: 9 - 12Rangstöður: 2 - 2Valur (4-4-2):Kjartan Sturluson 7 Steinþór Gíslason 5 Reynir Leósson 7 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Ólafur Páll Snorrason 6 Ian David Jeffs 6 Sigurbjörn Hreiðarsson 4 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 Helgi Sigurðsson 7 (84. Einar Marteinsson -)Marel Jóhann Baldvinsson 8 - maður leiksins (78. Pétur Georg Markan -)Fjölnir (4-5-1):Þórður Ingason 5 Gunnar Valur Gunnarsson 5 Ólafur Páll Johnson 6 Geir Kristinsson 4 (45. Ásgeir Aron Ásgeirsson 3) Vigfús Arnar Jósepsson 6 Illugi Þór Gunnarsson 5 Ágúst Þór Ágústsson 4 (45. Guðmundur Karl Guðmundsson 5) Gunnar Már Guðmundsson 4 Magnús Ingi Einarsson 5 Tómas Leifsson 6 Jónas Grani Garðarsson 4 (73. Hermann Aðalgeirsson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Marel: Við vorum virkilega grimmir Marel Jóhann Baldvinsson spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði fyrir Val í leiknum gegn Fjölni í kvöld og átti frábæran leik, skoraði mark og lagði upp annað. Hann var auðvitað ánægður í leikslok. 14. maí 2009 22:25 Ásmundur: Hefðum getað náð einhverju úr þessum leik Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis var ekki ánægður með leik sinna manna gegn Val í kvöld og þá sérstaklega byrjun sinna manna. 14. maí 2009 21:43 Willum: Menn spiluðu með hjartanu Valsmenn unnu þægilegan 3-1 sigur á Fjölni í kvöld á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Willum Þór Þórsson var vitaskuld ánægður að leik loknum. 14. maí 2009 21:26 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Valsmenn kræktu í sín fyrstu stig þegar þeir lögðu Fjölni að velli á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Það var í raun í upphafi leiks sem lið Vals lagði grunninn að sigri sínum í kvöld. Strax á 3.mínútu skoraði Helgi Sigurðsson eftir að Marel Baldvinsson hafði skallað boltann fyrir fætur hans í teignum, en Helgi og Marel komu báðir inn byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld og náðu vel saman í framlínunni. Fjölnisliðið var meðvitundarlítið fyrstu mínúturnar og þegar Ólafur Páll Snorrason, fyrrum Fjölnismaður, kom Val í 2-0 á 17.mínútu með góðu skoti úr vítateignum þá héldu menn að Valur myndi hreinlega valta yfir Fjölnismenn. Það varð þó ekki raunin því eftir markið náði Fjölnir að vinna sig inn í leikinn og þegar Vigfús Arnar Jósepsson var færður inn á miðjuna úr vinstri bakverðinum kom meira öryggi í spil liðsins. Vigfús átti einmitt stóran þátt í marki Fjölnis á 37.mínútu. Hann átti þá góða sendingu innfyrir vörn Vals á Jónas Grana Garðarsson sem var einn gegn Kjartani Sturlusyni. Kjartan varði vel en boltinn barst til Tómasar Leifssonar sem skoraði með hnitmiðuðu skoti utarlega í teginum. Menn bjuggust við spennandi síðari hálfleiks en fljótlega varð ljóst að það yrði ekki raunin. Á 58.mínútu kom Marel Baldvinsson Val í 3-1 með góðum skalla á nærstöngina eftir sendingu frá Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni. Eftir það var lítið um færi en tvö rauð spjöld litu þó dagsins ljós. Ásgeir Aron Ásgeirsson fékk sitt annað gula spjald á 75.mínútu og Sigurbjörn Hreiðarsson fékk sömuleiðis tvö gul spjöld og þar með rautt á 83.mínútu. Eftir sigurinn eru Valsmenn því með 3 stig en Fjölnir er án stiga við botninn. Valur - Fjölnir 3-11-0 Helgi Sigurðsson (3.) 2-0 Ólafur Páll Snorrason (17.) 2-1 Tómas Leifsson (37.) 3-1 Marel Jóhann Baldvinsson (58.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 840 Dómari: Örvar Sær Gíslason (4)Skot (á mark): 17-8 (7-3)Varin skot: Kjartan 2 - Þórður 3Horn: 5 - 5Aukaspyrnur fengnar: 9 - 12Rangstöður: 2 - 2Valur (4-4-2):Kjartan Sturluson 7 Steinþór Gíslason 5 Reynir Leósson 7 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Ólafur Páll Snorrason 6 Ian David Jeffs 6 Sigurbjörn Hreiðarsson 4 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 Helgi Sigurðsson 7 (84. Einar Marteinsson -)Marel Jóhann Baldvinsson 8 - maður leiksins (78. Pétur Georg Markan -)Fjölnir (4-5-1):Þórður Ingason 5 Gunnar Valur Gunnarsson 5 Ólafur Páll Johnson 6 Geir Kristinsson 4 (45. Ásgeir Aron Ásgeirsson 3) Vigfús Arnar Jósepsson 6 Illugi Þór Gunnarsson 5 Ágúst Þór Ágústsson 4 (45. Guðmundur Karl Guðmundsson 5) Gunnar Már Guðmundsson 4 Magnús Ingi Einarsson 5 Tómas Leifsson 6 Jónas Grani Garðarsson 4 (73. Hermann Aðalgeirsson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Marel: Við vorum virkilega grimmir Marel Jóhann Baldvinsson spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði fyrir Val í leiknum gegn Fjölni í kvöld og átti frábæran leik, skoraði mark og lagði upp annað. Hann var auðvitað ánægður í leikslok. 14. maí 2009 22:25 Ásmundur: Hefðum getað náð einhverju úr þessum leik Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis var ekki ánægður með leik sinna manna gegn Val í kvöld og þá sérstaklega byrjun sinna manna. 14. maí 2009 21:43 Willum: Menn spiluðu með hjartanu Valsmenn unnu þægilegan 3-1 sigur á Fjölni í kvöld á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Willum Þór Þórsson var vitaskuld ánægður að leik loknum. 14. maí 2009 21:26 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Marel: Við vorum virkilega grimmir Marel Jóhann Baldvinsson spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði fyrir Val í leiknum gegn Fjölni í kvöld og átti frábæran leik, skoraði mark og lagði upp annað. Hann var auðvitað ánægður í leikslok. 14. maí 2009 22:25
Ásmundur: Hefðum getað náð einhverju úr þessum leik Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis var ekki ánægður með leik sinna manna gegn Val í kvöld og þá sérstaklega byrjun sinna manna. 14. maí 2009 21:43
Willum: Menn spiluðu með hjartanu Valsmenn unnu þægilegan 3-1 sigur á Fjölni í kvöld á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Willum Þór Þórsson var vitaskuld ánægður að leik loknum. 14. maí 2009 21:26