Fótbolti

Beckham og félagar unnu Vesturdeildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Beckham og félagar í LA Galaxy hafa tryggt sér sigur í Vesturdeild MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. 2-0 sigur á San Jose Earthquakes tryggði þeim sigur í deildinni.

Beckham var í lykilhlutverki hjá Galaxy í leiknum en leikið var fyrir framan fullan völl af fólki í LA.

„Við vildum klára þetta með stæl fyrir framan okkar stuðningsmenn. Sem betur fer hafðist það," sagði Beckham sem reynir að vinna stuðningsmenn liðsins aftur á sitt band.

Stuðningsmennirnir eru greinilega að koma til baka því þeir stóðu upp fyrir Beckham er honum var skipt af velli fjórum mínútum fyrir leikslok.

Galaxy mætir Houston í undanúrslitum MLS-deildarinnar. Spilaðir eru fjórir leikir í undanúrslitunum. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í Houston þann 29. október og 1. nóvember. Seinni tveir leikirnir fara síðan fram í LA þann 5. og 8. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×