Innlent

Fjöldi fólks hefur orðið fyrir skemmdum á húsnæði

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Rauðri málningu var í nótt skvett á einbýlishús Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrum forstjóra Kaupþings en þetta er í þriðja sinn sem það er gert. Fjöldi slíkra atvika hafa orðið á síðustu mánuðum og rifjaði Guðný Helga upp hvaða skemmdarverk hafa verið unnin á eigum áberandi manna í viðskiptalífinu á árinu.

1. <!--[endif]-->Janúar 2009 - Björgólfur Thor

Á fyrsta degi ársins voru unnin skemmdarverk á húsi Björgólfs Thors Björgólfssonar og eiginkonu hans í Fossvoginum. Á húsið voru spreyjaðar myndir af Björgólfi og Geir H. Haarde, sem þá var forsætisráðherra. Undir myndirnar var ritað fæðingarár þeirra og ártalið 2009.

4. apríl 2009

Þremur mánuðum síðar var rauðri málningu slett á hús Hannesar Smárasonar á Fjölnisvegi. Hannes var ekki heima þegar spjöllin voru unnin en starfslið hans kallaði til mála til að lagfæra skemmdirnar.

2. <!--[endif]-->Júlí 2009

Þremur mánuðum síðar var rauðri málningu aftur slett á hús Hannesar. Sömu nótt var málningu slett á hús Björgólfs Guðmundssonar við Vesturbrún.

 

Á svipuðum tíma varð hús Birnu Einarsdóttir, bankastjóra Íslandsbanka, einnig fyrir skemmdarverkum.

 

12. júlí 2009

Tíu dögum síðar var blóðrauðri málningu skvett á heimili Steingríms Wernerssonar við Árland í Fossvoginum. Viku áður höfðu starfsmenn sérstaks saksóknara gert húsleit í Milestone og Sjóvá, fyrirtækjum sem voru í eigu Steingríms og bróður hans Karls.

 

17. júlí 2009

Fimm dögum síðar var það hús Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, sem fékk sömu útreið. Þá var málningu einnig skvett á dúkkuhús í eigu barna Bjarna en samkvæmt yfirlýsingu aðgerðarsinna var það ekki viljaverk.

 

31. júlí 2009

Í lok júlí kvað við nýjan tón þegar skemmdarvargar hófu að herja á heimila stjórnenda í stóriðjufyrirtækjum. Sá fyrsti sem varð fyrir barðinu á þeim var Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar en grænni málningu var skvett á hús hans. Í tilkynningu sem skemmdarvargarnir sendu frá sér sagði að í nafni peninga og valds hafi Landsvirkjun markvisst eyðilagt íslenskar byggðir.

 

5. ágúst 2009

Nokkrum dögum síðar var málningu skvett á hús Rannveigar Rist, forstjóra Alcan.

 

6. ágúst 2009

Daginn eftir var hús Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings atað rauðri málningu.

 

10. ágúst 2009

Og fjórum dögum síðar var rauðri málningu skvett á hús Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, við Granaskjól. Hjörleifur sagði að honum fyndist helvíti lágkúrulegt og aumt að þeir sem að þessu standa skuli ekki þora að stíga fram og gangast við þessu hryðjuverki. Hann sagði þetta ekki aðeins bitna á honum, heldur einnig fjölskyldu hans og börnum. Bílar Hjörleifs voru einnig eyðilagðir með lakkeyði.

 

13. ágúst 2009

Þann 13. ágúst fékk heimili Hreiðars Más í Hlyngerði rauða málningargusu í annað sinn. Sömu nótt var hús Karls Wernerssonar atað rauðri málningu.

 

18. ágúst 2009

Fimm dögum síðar var kveikt í bifreið Stefáns Hilmarssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs, fyrir utan heimili hans. Upptökur úr öryggismyndavélum í nágrenninu sýndu rþjá menn sem sterklega eru grunaðir um verknaðinn en þeir eru enn ófundnir.

 

23. ágúst 2009

Þá var Hummer bifreið Björgólfs Thors þakin með rauðri lakkmálningu en bifreiðin stóð á plani Háskólans í Reykjavík við Höfðabakka. Sem fyrr voru myndir af verknaðinum sendar til fjölmiðla um miðja nótt. Sömu aðilar tilkynntu um að hús Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings, hefði einnig verið sprautað með rauðu lakki. Tæknideild lögreglunnar rannsakaði skemmdarverkin á húsi Sigurðar.

28. ágúst 2009

Í lok ágústmánaðar var blárri blöðru með rauðri málningu hent á heimili Lárusar Welding, fyrrum bankastjóra Glitnis, í Blönduhlíð. Húsið varð útatað. Þetta gerðist rétt fyrir miðnætti en gleðskapur var á heimili Lárusar þegar atvikið átti sér stað.

 

 

16. september 2009

Og nú um miðjan þennan mánuð voru skemmdarverkar enn á ferð hjá Wernersbræðrum. Þeir þöktu heilan vegg á húsi Steingríms og skvettu einnig málningu á hús Karls við Engihlíð.

24. september 2009

Nú í nótt var rauðri málningu skvett á einbýlishús Hreiðars Más í þriðja sinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×